fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Golfstraumurinn hætti að dæla næringarefnum á síðustu öld – Nú gæti það verið að gerast aftur

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 17:30

Svona streymir Golfstraumurinn um Atlantshaf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðustu ísaldar hægði Golfstraumurinn mjög á sér og hafði það miklar afleiðingar fyrir lífið í Atlantshafi.

Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur sem á upptök sín milli Flórída og Kúbu. Hann streymir alla leið til Evrópu og ber með sér hlýjan sjó sem tryggir temprað loftslag í Evrópu og að ákveðnu marki í Norður-Ameríku.

Reiknilíkön sýna að Golfstraumurinn er að veikjast og hugsanlega er Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC), sem Golfstraumurinn er hluti af, við það að hrynja. Ef svo fer mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir loftslagið.

Live Science segir að í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, sé komist að þeirri niðurstöðu að ef það dregur úr streymi Golfstraumsins muni það hafa alvarleg áhrif fyrir lífríkið í sjónum því það treysti á næringarefnin sem straumurinn ber með sér í Norður-Atlantshafið.

Höfundarnir byggja niðurstöðu sína á rannsóknum á steingervingum og setlögum frá stuttu kuldaskeiði sem reið yfir á tímabilinu frá 12.900 árum til 11.700 árum síðan. Kuldakastið þá, sneri við hnattrænni hlýnun sem hafði verið í gangi.

Rannsóknin sýndi að streymi næringarefna í Norður-Atlantshafið minnkaði mikið á þessu tímabili og sultu lífverur í hafinu fyrir vikið, allt frá smæstu dýrum upp í þau stærstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið