fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Flugfreyja segir þetta ástæðuna fyrir að hún brosir alltaf til farþeganna þegar vélin lendir í ókyrrð

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir flugfarþegar hafa eflaust haft áhyggjur af ókyrrð í lofti eftir að vél frá Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í maí með þeim afleiðingum að einn farþegi lést og tugir slösuðust.

Sem betur fer er svo mikil ókyrrð, eins og vél Singapore Airlines lenti í, mjög sjaldgæf. Metro ræddi nýlega við Meryl Love, flugfreyju sem sagði að flugfarþegar eigi ekki að hafa miklar áhyggjur af ókyrrð í lofti þegar þeir fljúga næst.

„Áhöfnin fundar um öryggismál fyrir hvert flug. Flugmennirnir horfa á ratsjá og láta okkur vita hvenær við getum átt von á ókyrrð. Sætisbeltaljósið kviknar og við göngum um allt farþegarýmið til að kanna hvort allir séu ekki með beltin spennt. Þótt ókyrrðin sé óvænt, þá vita flugmennirnir hvað þeir eiga að gera og einbeita sér algjörlega að öryggi flugvélarinnar,“ sagði hún.

„Í flestum tilfellum þá er eini munurinn fyrir farþega að áhöfnin hættir að bera fram heita drykki og þeir mega ekki standa upp úr sætunum sínum. Það er best að hugsa um ókyrrð í lofti sem eitthvað sem líkist því að keyra yfir hraðahindrun,“ sagði hún einnig.

Hún lumar síðan á góðu ráði til að róa taugaóstyrka farþegar: „Ég veit að farþegarnir horfa á mig til að sjá hvernig ég bregst við, sérstaklega ef ókyrrðin er svo mikil að áhöfnin verður að fá sér sæti. Ég set því upp stórt falskt bros. Ég þykist hlæja að brandara og lít bara út fyrir að vera hamingjusöm. Þetta er rútína sem virðist virka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið