fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Pressan

Mikil reiði eftir að 63 ára prestur kvæntist 12 ára stúlku

Pressan
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 06:30

Brúðarkjóll fyrir barnabrúði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa látið reiði sína í ljós í Gana eftir að fréttist að 63 ára prestur hafi kvænst 12 ára stúlku. Presturinn, Nuumo Borketey Laweh Tsuru XXXIII, kvæntist stúlkunni við hefðbundna athöfn á laugardaginn.

BBC skýrir frá þessu og segir að í kjölfar gagnrýni á þetta hafi leiðtogar samfélagsins sagt að fólk skilji ekki siði þess og venjur.

Lágmarksaldur til að ganga í hjónaband í Gana er 18 ár. Það hefur dregið mjög úr því að börn séu neydd í hjónaband þar í landi en það gerist þó enn eins og þetta nýja mál sýnir.

Samkvæmt tölum frá samtökunum NGO Girls Not Brides, sem berjast gegn því að barnungar stúlkur séu neyddar í hjónaband, þá eru 19% stúlkna í Gana neyddar í hjónaband áður en þær ná 18 ára aldri og 5% áður en þær ná 15 ára aldri.

Myndböndum og myndum frá athöfninni á laugardaginn hefur verið dreift mikið á samfélagsmiðlum. Á þeim sést að tugir af leiðtogum samfélagsins voru viðstaddir athöfnina og hefur það vakið mikla reiði margra Ganabúa.

Í athöfninni hélt kona ein ræðu og sagði stúlkunni að klæðast ögrandi fyrir eiginmann sinn. Einnig heyrist að konur veita stúlkunni ráð um „eiginkonuskyldur“ og hvernig hún eigi að nota ilmvatn til að auka kynferðislega löngun eiginmannsins.

Þetta hefur ekki orðið til að draga úr reiði fólks. Margir hafa krafist þess að yfirvöld ógildi hjónabandið og rannsaki framferði Tsuru.

Leiðtogar samfélags Nungua fólksins, sem eru frumbyggjar, hafa gagnrýnt reiði fólks vegna hjónabandsins og segja hana tilkomna vegna „fáfræði“. Bæði Tsuru og stúlkan tilheyra samfélagi Nungua fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

OJ Simpson látinn 76 ára að aldri

OJ Simpson látinn 76 ára að aldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði