fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Pressan
Föstudaginn 12. apríl 2024 04:06

Javier Sanchez. Mynd:Óscar Cortel/Archbishopric of Zaragoza

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegt slys átti sér stað í páskamessu Javier Sanchez, sem var þekktur sem „rokk presturinn“, í Zaragoza á Spáni um páskana. Eldur náði að læsa sig í kufl hans og brann Sanchez svo illa að hann lést.

Mirror skýrir frá þessu og segir að Sanchez hafi hlotið brunasár á nær öllum líkamanum. Hann lá á gjörgæsludeild í fjóra daga áður en hann lést.

Slysið varð með þeim hætti að eldur kom upp í glóðarskál sem var umkringd kertum. Nunnur stóðu nærri skálinni og voru í hættu af völdum eldsins. Sanchez þykir hafa unnið mikið þrekvirki með því að stilla sér upp á milli þeirra og logandi skálarinnar. Þannig kom hann í veg fyrir að eldurinn næði til þeirra.

El Heraldo de Aragón hefur eftir heimildarmanni að svo virðist sem eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja eld í páskamessunni.

Sanchez var vinsæll prestur og var oft nefndur „rokk presturinn“ vegna ástar hans á gítartónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið