fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri

Pressan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 22:00

Jade Berry. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem áreitti 13 ára dreng kynferðislega í almenningsgarði í Cheshire-sýslu á Norðvestur-Englandi sleppur við fangelsisvist. Metro greindi frá.

Atvikið átti sér stað í byrjun október í fyrra. Konan heitir Jade Berry og starfar sem móttökuritari á tannlæknastofu. Konan slagaði drukkin í gegnum almenningsgarðinn þar til hún koma auga á drenginn sem sat á bekk og ræddi við félaga sinn. Hún tróð sér á milli drengjanna og reyndi að blanda sér í samræður þeirra. Síðan strauk hún kynfæri drengsins utanklæða og bauð báðum drengjunum upp á kynlíf. Drengirnir gengu í burtu en áður hafði Jade flett sig klæðum og berað sig fyrir framan þá. Hún féll síðan í yfirlið vegna ölvunar.

Er drengurinn kom heim sagði hann móður sinni frá því sem hafði gerst og hún hringdi í lögregluna. Er lögregla handtók Jade tveimur dögum síðar sagðist hún hafa verið svo drukkin að hún myndi ekkert eftir atvikinu.

Fyrir rétti kom fram að Jade sæi svo eftir atvikinu að hún hafi reynt að taka eigið líf.

Dómur hefur núna verið kveðinn upp yfir konunni og hljóðar hann upp á 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi, sem þýðir að hún þarf ekki að sitja inni. Hún er jafnframt dæmd til að undirgangast fíknimeðferð.

Sjá nánar hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?