fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Foreldrarnir fengu áfall: Hjúkrunarfræðingurinn sleppur við ákæru | Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 26. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Burke, hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi á Long Island í Bandaríkjunum, verður ekki ákærð fyrir harkalega meðferð á nýfæddum dreng á síðasta ári.

Drengurinn, Nikko, var á gjörgæsludeild Good Samaritan-sjúkrahússins í West Islip þegar myndband náðist af því þegar Amanda tók drenginn upp þar sem hann lá á bakinu í vöggu sinni og skellti honum nokkuð harkalega á magann.

Foreldrarnir tilkynntu málið umsvifalaust til forsvarsmanna sjúkrahússins og var Amanda rekin örfáum klukkustundum eftir atvikið.

Hún var svo kærð til lögreglu en nú hafa saksóknarar ákveðið að fara ekki lengra með málið þar sem þeir töldu litlar líkur á sakfellingu fyrir stórfellt gáleysi (e. gross negligence). Töldu þeir að ekki væri hægt að sanna, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Amanda hafi stofnað lífi og heilsu drengsins í hættu.

Robert Gottlieb, lögmaður Amöndu, fagnaði niðurstöðunni og benti á að Nikko hefði ekki orðið meint og verið við góða heilsu eftir atvikið. Það væri „skandall“ að málið hefði farið alla þessa leið. Undir það tók Amanda sjálf sem sagðist hafa upplifað afar erfiða tíma að undanförnu.

„Ég hef verið áreitt. Fólk hefur komið að heimili mínu, ég hef fengið bréfasendingar, tölvupósta. Ég á átta ára barn og finnst eins og lífi hennar hafi verið stofnað í hættu.“

Foreldrar Nikko vildu ekki tjá sig um niðurstöðuna í samtali við NBC News. Amma Nikko sendi þó frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmaði mjög að málið hefði verið látið niður falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu