fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Fundu óvenjulegan hlut í bílskúr látins manns

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla fær allskonar símtöl og eru verkefni hennar oftar en ekki jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Lögreglan í Bellevue í Washington-ríki fékk skrýtið símtal á dögunum vegna óvenjulegs hlutar sem fannst í bílskúr látins manns.

Um var að ræða óvirka eldflaug af gerðinni Douglas AIR-2 Genie sem var framleidd í Bandaríkjunum á árunum 1958 til 1985. Var eldflaugin hönnuð til að geta borið 1,5 kílótonna kjarnaodd, en það jafngildir sprengikrafti 1.500 tonna af sprengiefninu TNT.

Sem betur fer var enginn kjarnaoddur á eldflauginni og ekkert eldsneyti og var eldflaugin því algjörlega hættulaus.

Það var safn bandaríska flughersins í Dayton í Ohio sem hafði samband við lögreglu, en það gerðist eftir að nágranna hins látna áskotnaðist eldflaugin frá aðstandendum mannsins.

Í frétt AP kemur fram að bandaríski herinn hafi ekki óskað eftir því að fá eldflaugina til sín og því geti safn flughersins í Dayton fengið eldflaugina til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?