fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir bálreiðra karlmanna gerðu aðsúg að konu og hótuðu henni lífláti eftir að til hennar sást meðal almennings í litríkum kjól í borginni Lahore í Pakistan um helgina.

Myndband af atvikinu hefur vakið talsverða athygli.

Kjóllinn sem konan klæddist virtist sakleysislegur og alls ekki til þess fallinn að særa blygðunarsemi fólks. Það sem vakti hins vegar athygli voru áletranir á kjólnum sem karlarnir töldu að væru úr kóraninum. Töldu mennirnir að konan hefði með þessu gerst sek um guðlast en dauðarefsing getur legið við slíku broti.

Konan er sögð hafa verið úti að versla með eiginmanni sínum í Lahore á sunnudag þegar vegfarendur veittu kjólnum athygli. Múgæsing myndaðist og fyrr en varði höfðu um 300 manns – einna helst reiðir karlar – króað konuna af inni á veitingastað þar sem hún baðst griða.

Lögregla kom að lokum á vettvang og tókst henni að koma konunni í öruggt skjól. Í umfjöllun BBC kemur fram að á kjólnum hafi ekki verið neinar tilvísanir í kóraninn heldur orð sem tákna fegurð.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfarið staðfesti lögregla að ekkert athugavert væri við áletranirnar á kjólnum. Konan baðst engu að síður afsökunar og sagðist ekki ætla að endurtaka þessi mistök – ef mistök skyldi kalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið