fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir bálreiðra karlmanna gerðu aðsúg að konu og hótuðu henni lífláti eftir að til hennar sást meðal almennings í litríkum kjól í borginni Lahore í Pakistan um helgina.

Myndband af atvikinu hefur vakið talsverða athygli.

Kjóllinn sem konan klæddist virtist sakleysislegur og alls ekki til þess fallinn að særa blygðunarsemi fólks. Það sem vakti hins vegar athygli voru áletranir á kjólnum sem karlarnir töldu að væru úr kóraninum. Töldu mennirnir að konan hefði með þessu gerst sek um guðlast en dauðarefsing getur legið við slíku broti.

Konan er sögð hafa verið úti að versla með eiginmanni sínum í Lahore á sunnudag þegar vegfarendur veittu kjólnum athygli. Múgæsing myndaðist og fyrr en varði höfðu um 300 manns – einna helst reiðir karlar – króað konuna af inni á veitingastað þar sem hún baðst griða.

Lögregla kom að lokum á vettvang og tókst henni að koma konunni í öruggt skjól. Í umfjöllun BBC kemur fram að á kjólnum hafi ekki verið neinar tilvísanir í kóraninn heldur orð sem tákna fegurð.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfarið staðfesti lögregla að ekkert athugavert væri við áletranirnar á kjólnum. Konan baðst engu að síður afsökunar og sagðist ekki ætla að endurtaka þessi mistök – ef mistök skyldi kalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?