fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Pressan

26 ára móðir 22 barna – 20 þeirra fædd á sama ári – Ætlar að hætta barneignum þegar börnin verða orðin rúmlega hundrað

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 14:15

Ozturk ásamt nokkrum barna sinna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 26 ára gamla Kristina Ozturk frá Georgíu á 22 börn, þar af fæddust 20 þeirra árið 2020. Þeir sem féllu ekki í líffræðinni átta sig á að Ozturk gekk ekki með öll börnin, reyndar gekk hún aðeins með eitt þeirra, en þökk sé staðgöngumæðrun er hún orðin fjölmargra barna móðir. Sjálf segist hún ætla að hætta barneignum þegar börnin verða orðin rúmlega hundrað. 

Ozturk hefur gefið það út að hún vilji eignast allt að 105 líffræðileg börn með eiginmanni sínum, milljónamæringnum Galip, sem er 58 ára. Mögulega verður bið á frekari barneignum þar sem Ozturk annast barnahópinn eftir að Galip var fyrr á þessu ári dæmdur í átta ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um ólögleg kaup og vörslu fíkniefna og geðlyfja.

Ozturk deildi myndbandi af barnahópnum á Instagram, en 20 þeirra eru eins og áður sagði fædd árið 2020. Elsta dóttirin, Victoria, sem er frá fyrra sambandi Ozturk er fædd árið 2014, og sú yngsta, Olivia, er fædd í janúar árið 2021.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kristina Ozturk (@batumi_mama)

„Hér er Ozturkfjölskyldan. Þið hafið margoft beðið mig um að gera myndband með nöfnum og aldri barnanna,“ skrifar Ozturk með myndbandinu og fylgjendur hennar á Instagram eru himinlifandi með myndbandið. 

Ást við fyrstu sýn 

Ozturk kynntist eiginmanninum Galip þegar hún var í fríi í strandbænum Batumi í Georgíu. Það var ást við fyrstu sýn hjá báðum og hlutirnir gerðust hratt og mæðgurnar fluttu inn til Galip. Ozturk segir að þrátt fyrir að Galip væri miklu eldri en hún og ætti fullorðin börn, hafi hann ekkert haft á móti því að eignast fleiri börn og þau hjónin voru sammála um að þau vildu eins mörg börn og þau gætu. Upphaflega stóð til að eignast eitt barn á ári, en Ozturk áttaði sig fljótt á því að það væri ekki í samræmi við barnafjöldann sem þeim langaði í. Ozturk segir þau hjónin því hafa valið að nota staðgöngumæðrun þar sem þau vildu eignast mörg börn eins fljótt og hægt væri.

Hjónin vilja eignast fleiri börn og hafa rætt um að eignast yfir 100 börn en hafa ákveðið að bíða aðeins þar til börnin 22 eru orðin aðeins eldri, þar til þau leita aftur til staðgöngumæðra.

Ozturk hefur ekki útilokað að fæða fleiri börn sjálf, en segir það ekki raunhæft eins og er með allan þennan fjölda ungra barna.

Gaf út bók um móðurhlutverkið

Ozturk gaf út bók í febrúar í fyrra um reynslu sína og móðurhlutverkið. „Það virðist sem þegar hafi verið skrifað um allt sem tengist uppeldi barna, en á hverjum degi leitar hvert foreldri að gagnlegum upplýsingum til að veita börnum sínum aðeins það besta. Og ég er engin undantekning. Sem tuttugu og tveggja barna móðir get ég sagt með vissu að það er ekkert til sem heitir of mikið af upplýsingum: þú getur alltaf fundið eitthvað nýtt fyrir þig. Eftir tugi, eða jafnvel hundruð greina, bóka, vefnámskeiða og þjálfunar, ákvað ég að skrifa mína eigin bók, þar sem mikilvægustu upplýsingum fyrir unga foreldra verður safnað saman á skipulagðan hátt.“

Ozturk og barnahópurinn

Eiginmaðurinn hafði tíma í fleira en barneignir

Eiginmaðurinn var handtekinn í maí á síðasta ári eftir húsleit þar sem fannst umfangsmikið magn af fíkniefnum. Hann hefur einnig verið sakaður um skattsvik, skjalafals og peningaþvætti. Galip flúði Tyrkland árið 2018 eftir að áfrýjunardómstóll samþykkti lífstíðardóm hans í tengslum við morð árið 1996. Galið hefur neitað öllum ásökunum og lýst yfir sakleysi sínu.

Hjónin ásamt einni dóttur sinni

Ozturk hefur opnað sig um erfiðleikana sem fylgja því að vera án eiginmannsins á Instgram.

„Mörg ykkar hafa tekið eftir atburðunum sem orðið hafa í fjölskyldunni okkar, það hefur verið erfitt fyrir mig að viðhalda aðganginum og setja inn færslur. Ég er viss um að sá dagur mun koma bráðum að ég geti sinnt ykkur betur, en á meðan vil ég bara þakka þér kærlega fyrir allan stuðninginn og hlý orð,“ segir Ozturk, sem segir það erfitt að vera án eiginmannsins og hún bíði eftir að hann komi aftur heim til fjölskyldunnar.

„Ég er vön því að maðurinn minn sé alltaf heima, alltaf til staðar. Þar sem Galip hefur eingöngu verið heimavinnandi undanfarin ár eyddum við stöðugum tíma saman á daginn. Á kvöldin þegar börnin voru lögð í rúmið spjölluðum við stanslaust. Nú er það erfiðara en nokkru sinni fyrr fyrir mig, ég þoli ekki þögn, ég þoli ekki fjarveru hans, ég get ekki sofið.“

Árið 2021 greindi Ozturk frá því að hún hefði eytt 67.700 pundum á 12 mánaða fresti í 16 barnfóstrur. Hún og eiginmaðurinn höfðu þá greitt 142 þúsund pund til staðgöngumæðra á tímabilinu mars 2020 og júlí 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafa áhyggjur af svalahruni þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París

Hafa áhyggjur af svalahruni þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA leitar að þátttakendum í „gervi-Marsleiðangur“

NASA leitar að þátttakendum í „gervi-Marsleiðangur“