fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Pressan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 06:30

Afganskar konur og stúlkur eiga ekki allar gott líf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kúgunarútspil Talíbana í Afganistan er að banna konum að mennta sig sem ljósmæður. Ljósmóðurnemendum hafa verið gefin fyrirmæli um að þær megi ekki lengur mæta í skólann en þær hafa hvatt leiðtoga Talíbana til að snúa þessari ákvörðun við.

The Independent skýrir frá þessu og hefur eftir talsmanni Human Rights Watch samtakanna að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist í enn meiri mæli af barnsförum.

Heimildarmenn í heilbrigðisráðuneyti Talíbana sögðu BBC Radio4 að þeir hafi fengið fyrirmæli um að loka fyrir alla heilbrigðismenntun fyrir konur þar til annað verður tilkynnt. Nokkrir ljósmæðraskólar víða um Afganistan staðfestu við BBC að bannið sé í gildi.

Heather Barr, forstjóri kvennréttindadeildar Human Rights Watch, sagði í samtali við The Independent að með þessu væri verið að loka einni af örfáum smugum sem enn voru eftir hvað varðar bann Talíbana við að konur og stúlkur mennti sig. Hún sagði að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist því Talíbanar hafi lagt blátt bann við að karlkyns heilbrigðisstarfsmenn annist konur og stúlkur og nú séu þeir að loka á aðgang þeirra að kvenkyns heilbrigðisstarfsfólki.

Afganistan er meðal þeirra landa þar sem dánartíðni af völdum barnsfara er hæst í heiminum. Talið er að á tveggja klukkustunda fresti látist afgönsk kona af barnsförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið