fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Af hverju lifði Homo sapiens af en ekki hinar tegundir manna?

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 07:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver er lykillinn að góðum árangri Homo sapiens, nútímamannsins, til að lifa af á sama tíma og aðrar tegundir manna dóu út? Við erum síðasta setningin í þróunarsögu sem hófst fyrir um 6 milljónum ára og náði yfir að minnsta kosti 18 þekktar tegundir manna.

Það voru til að minnsta kosti níu tegundir Homo, þar á meðal Homo sapiens, sem bjuggu í Afríku, Evrópu og Asíu fyrir um 300.000 árum. En alla tegundirnar nema ein, Homo sapiens, hurfu af sjónarsviðinu.

Neanderdalsmenn og tegund, þekkt sem Denisovans, bjuggu við hliða Homo sapiens í mörg þúsund ár. Tegundirnar blönduðust meira að segja en sönnur hafa verið færðar fyrir því með rannsóknum á DNA nútímanna. En að lokum kom að því að Neanderdalsmenn og Denisovans hurfu af sjónarsviðinu. Fyrir um 40.000 árum var Homo sapiens eina manntegundin sem eftir var.

Hver er lykillinn að þessum árangri okkar nútímamanna? Af hverju lifðum við af en allir ættingjar okkar dóu út?

William Harcourt-Smith, steingervingafræðingur, sagði í samtali við Live Science að fyrst verði að skoða það sem við áttum sameiginlegt með öðrum tegundum manna. Þar sé efst á lista getan til að ganga á tveimur fótum. Það var Ardipithecus tegundin sem fyrst fór að ganga á tveimur fótum en það gerðist fyrir um 4,4 milljónum ára.

Það að ganga á tveimur fótum gegndi mikilvægu þróunarlegu hlutverki hjá mönnum en kom ekki í veg fyrir að tegundir dæju út. Sumar þeirra voru raunar líkari öpum en mönnum, með litla heila og minni tennur en aðrar voru ansi vel tenntar.

Meðal annarra þátta sem gætu hafa skipt máli varðandi möguleika tegundanna að lifa af eru breytingar á umhverfinu, samkeppni um fæði og aðrar auðlindir.

Stærri heili okkar Homo veitti okkar forskot á hinar tegundirnar og við gátum búið til verkfæri, hegðað okkur á sveigjanlegri hátt, vorum betri í að leysa vandamál og bjuggum yfir meiri félagsfærni en hinar tegundirnar.

Þetta gæti hafa gert Homo tegundirnar seigari og betri í að laga sig að breyttum aðstæðum. Þessi sveigjanleiki okkar gæti hafa verið lykilatriðið til að lifa af. Við getum lagað okkur að breyttum aðstæðum, til dæmis í umhverfinu, félagslegum eða menningarlegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið