fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Pressan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 21:30

Daniel var handtekinn á mánudag á heimili sínu í Wales.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann ók um á sjö ára gömlum Seat, borðaði einkum grænkerafæði og í þau fáu skipti sem nágrannar gáfu sig á tal við hann gaf hann lítið af sér, en þó nóg til að nágrannar áttuðu sig á því að hann væri bandarískur og héti Danny.

Það sem nágrannar vissu aftur á móti ekki var að fullt nafn Danny var í raun og veru Daniel Andreas San Diego og hann var ofarlega á lista FBI yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn.

Daniel var handtekinn á heimili sínu í Conwy-dalnum í Wales á mánudag eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni undanfarin tuttugu ár rúmlega.

Daniel þessi er grunaður um aðild að tveimur sprengjuárásum í San Francisco í Bandaríkjunum í ágúst 2003. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili við tvö fyrirtæki í borginni en talið er að Daniel hafi framið árásirnar vegna gruns um að í fyrirtækjunum færu fram lyfjarannsóknir á dýrum. Engan sakaði í sprengjuárásunum en tjónið var umtalsvert og ljóst að illa hefði getað farið hefði fólk verið nálægt.

Daniel er sagður hafa fest kaup á einbýlishúsi, einskonar sveitasetri, í Wales í ágúst í fyrra. Nágrannar voru fáir og samskipti þeirra á milli ekki ýkja mikil.

„Hann virtist ekki vilja tala mikið þegar maður rakst á hann,“ segir nágranni hans í samtali við Mail Online í gær. „Þetta er afskekktur staður og maður myndi ekki átta sig á því að það væri hús þarna nema maður myndi ganga upp að því.“

Í frétt Mail Online kemur fram að lögregluyfirvöld í Wales, að beiðni FBI, hefðu ráðist til inngöngu á heimili hans í Wales og handtekið hann. Hann var fluttur til Lundúna þar sem framsalsbeiðni bandarískra stjórnvalda verður tekin fyrir.

Ekki liggur fyrir hvernig FBI fékk upplýsingar um dvalarstað hans en FBI hafði lagt 250 þúsund dollara verðlaunafé til höfuðs honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að þvo fötin sín?

Hversu oft á að þvo fötin sín?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórhuga Indverjar – Ætla að senda geimfar til suðurpóls tunglsins

Stórhuga Indverjar – Ætla að senda geimfar til suðurpóls tunglsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst