fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

Pressan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 06:47

Runion-hjónin voru myrt á hrottalegan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2015 sá hinn 69 ára gamli Bud Runion auglýsingu á vefnum Craigslist sem vakti áhuga hans. Þar var auglýstur til sölu Ford Mustang árgerð 1966 – bíll sem hann hafði lengi dreymt um að eiga.

Bud og eiginkona hans, June, héldu frá heimili sínu í Marietta, norður af Atlanta, í átt að Telfair-sýslu þar sem bíllinn var sagður vera, en um var að ræða þriggja tíma akstur. Þegar þangað var komið voru hjónin aftur á móti rænd og skotin til bana og fundust lík þeirra við fáfarinn sveitaveg stuttu síðar.

Nokkrum dögum síðar var maður að nafni Ronnie Towns handtekinn grunaður um morðin. Nú þegar tæp tíu ár eru liðin frá þessum svívirðilega glæp hefur loksins verið kveðinn upp dómur yfir Ronnie sem er 38 ára gamall. Hlaut hann lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Komst hann að samkomulagi við saksóknara um að játa á sig morðin gegn því að ekki yrði farið fram á dauðarefsingu.

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár,“ sagði dómarinn í málinu þegar dómur var kveðinn upp í vikunni.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að ný sönnunargögn í málinu hafi komið fram fyrr á árinu þegar poki fannst í vatni skammt frá morðstaðnum sem innihélt skotvopn, farsíma og persónuskilríki Runion-hjónanna. Styrkti það mjög málið gegn Ronnie.

Bud og June voru þekkt í sínu nærsamfélagi í Mariette en þau ráku meðal annars góðgerðasamtökin Bud‘s Bicycles sem gáfu meðal annars reiðhjól sem búið var að gera upp til fólks sem hafði lítið á milli handanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið