fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Pressan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 07:44

Bandaríska sendiráðið í Kænugarði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að loka sendiráði sínu í Kænugarði í Úkraínu tímabundið vegna gruns um „yfirvofandi loftárás“ eins og það er orðað á vef utanríkisráðuneytisins.

Eins og komið hefur fram gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti Úkraínumönnum leyfi til að nota langdrægar eldflaugar Bandaríkjamanna gegn skotmörkum í Rússlandi.

Úkraínumenn skutu síðan í gær sex langdrægum ATACMS-eldflaugum að skotmörkum í Rússlandi, en talið er að skotmörkin hafi verið skotfæra- og vopnageymslur.

Rússar hafa brugðist ókvæða við og hefur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagt að yfirvöld í Moskvu muni bregðast við. Um væri að ræða stigmögnun.

Skömmu áður en Úkraínumenn skutu bandarísku eldflaugunum á Rússland sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, að Rússar myndu áskilja sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum ef „hefðbundnum vopnum“ yrði beitt gegn Rússlandi.

Í frétt BBC kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi áður lokað sendiráði sínu í Kænugarði á þeim þúsund dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa. Það gerðist til dæmis þegar Úkraínumenn héldu þjóðhátíðardag sinn í ágúst síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið