Í umfjöllun Daily Mail um bókina kemur fram að Johnson segist ekki lengur hallast að hinni opinberu skýringu um að veiran hafi borist í fólk á kjötmarkaðnum í Wuhan í Kína.
Það verður að teljast ólíklegt að þessi skoðun Johnson breyti miklu eða valdi því að málið verði rannsakað enn á ný.
„Það hryllilega við COVID hörmungarnar er að þetta virðist hafa verið algjörlega af mannavöldum, að öllu leyti. Það virðist mjög líklegt að stökkbreytingin hafi verið afleiðing misheppnaðrar tilraunar á kínverskri rannsóknarstofu,“ skrifar Johnson og bætir við að vísindamenn hafi greinilega verið að splæsa veirum saman en þessi veira hafi stokkið upp úr tilraunaglasinu og byrjað að fjölga sér um allan heim.