fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Pressan
Laugardaginn 27. apríl 2024 13:30

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háhyrningar hafa lengi verið taldir vera af einni tegund en þó hafa sumir vísindamenn haft efasemdir um þessa flokkun. Nú bendir niðurstaða nýrrar rannsóknar til að háhyrningar séu ekki bara ein tegund.

Í rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Royal Society Open Science, báru vísindamenn saman tvo flokka háhyrninga (Orcinus orca), resident háhyrningar og Bigg‘s háhyrningar, og tóku eftir fjölda atriða sem eru ólík á milli hópanna.

Til dæmis eru resident háhyrningar með ávalari ugga og eru þekktir fyrir að halda sig í þéttum hópum sem veiða lax og aðrar fisktegundir.

Uggarnir á Bigg‘s háhyrningum eru oddmjórri og beinni. Þeir halda sig í minni hópum en resident háhyrningar og veiða aðallega stærri bráð, til dæmis seli og aðrar hvalategundir.

Bigg‘s háhyrningar eru nefndir eftir kanadíska vísindamanninum Michael Bigg sem var fyrstur til að skýra frá muninum á þessum tveimur hópum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA).

En hóparnir eru ekki bara ólíkir hvað varðar hegðun og mataræði því gögn um erfðafræði þeirra, sem hefur verið safnað áratugum saman, sýna að líklega hafi háhyrningategundirnar „sagt skilið við hver aðra“ fyrir um 300.000 árum og séu á sitt hvorum enda ættartrés háhyrninga.

Scientific American hefur eftir Phillip Morin, hjá NOAA, út frá þeim gögnum sem nú liggja fyrir sé ljóst að um tvær tegundir háhyrninga sé að ræða og að þrátt fyrir að þær haldi sig á sömu slóðum þá hafi þær aldrei blandast. Dýr hafi ekki makast á milli tegunda þrátt fyrir að þau geti það þar sem þau halda sig á svipuðum slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana