Vitni, sem sat í bíl fyrir aftan bíl Katherine, tók þetta upp á myndband. Lögreglan í Seminole County segir að svo virðist sem maðurinn hafi sest inn í bílinn og neytt Katherine til að taka U-beygju.
Lögreglan fann Katherine fljótlega en því miður var hún látin. Bíllinn skíðlogaði þegar að var komið og tugur skothylkja var í honum að sögn UniLAD.
Það hefur vakið mikla athygli að lögreglan skýrði einnig frá því að skömmu áður en Katherine var myrt, hringdi hún í eiginmann sinn og sagðist óttast að einhver væri að elta hana.
Lögreglan furðar sig að vonum á því af hverju eiginmaðurinn hringdi ekki í lögregluna eða af hverju Katherine hringdi ekki í lögregluna.
En eiginmaðurinn er ekki grunaður um aðild að málinu og hefur verið samstarfsfús.
Lögreglan hefur handtekið 28 ára mann, Jordanish Torres-Garcia, og er hann grunaður um að hafa myrt Katherine.