fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 07:30

Torres-Garcia við bíl Katherine. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 á fimmtudaginn sat Katherine Altagracia Guerrero De Aguasvivas, 31 árs, í bíl sínum við gatnamót á Winter Springs svæðinu í Flórída. Skyndilega gekk maður að bíl hennar og var hann með skammbyssu í höndinni.

Vitni, sem sat í bíl fyrir aftan bíl Katherine, tók þetta upp á myndband. Lögreglan í Seminole County segir að svo virðist sem maðurinn hafi sest inn í bílinn og neytt Katherine til að taka U-beygju.

Lögreglan fann Katherine fljótlega en því miður var hún látin. Bíllinn skíðlogaði þegar að var komið og tugur skothylkja var í honum að sögn UniLAD.

Það hefur vakið mikla athygli að lögreglan skýrði einnig frá því að skömmu áður en Katherine var myrt, hringdi hún í eiginmann sinn og sagðist óttast að einhver væri að elta hana.

Lögreglan furðar sig að vonum á því af hverju eiginmaðurinn hringdi ekki í lögregluna eða af hverju Katherine hringdi ekki í lögregluna.

En eiginmaðurinn er ekki grunaður um aðild að málinu og hefur verið samstarfsfús.

Lögreglan hefur handtekið 28 ára mann, Jordanish Torres-Garcia, og er hann grunaður um að hafa myrt Katherine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin