Þyngdarstjórnunarlyf eins og Ozempic og Wegovy njóta gríðarlegra vinsælda í hinum vestræna heimi. Þeir sem taka inn lyfið geta búist við því að missa talsvert af líkamsþyngd sinni en þó eru ýmsar aukaverkanir sem fólk glímir við eins og ógleði, hægðatregða og niðurgangur.
Daily Mail fjallar um öllu óvæntari aukverkun lyfjanna en það er sú að notendur eru farnir að greina frá aukinni frjósemi eftir að inntaka lyfjanna hófst.
Í umfjöllun USA Today er haft eftir læknum að möguleiki sé að lyfin dragi úr virkni getnaðarvarna en einnig leiðrétta þau í sumum tilvikum hormónaójafnvægi sem geti leitt til aukinna líkna á þungun.