Annar mannanna, Chang, setti fæturna á sér ofan í fötu sem var full af þurrís á meðan hinn maðurinn, Liao, batt fætur hans við stól svo hann gæti ekki hreyft sig. Chang var í „fótabaðinu“ í um tíu klukkustundir og varð það til þess að hann fékk kalsár á fæturna.
Chang reyndi að halda því fram að hann hefði fengið kalsár eftir að hafa ferðast um Taívan á vespu um miðja nótt í rigningu og kulda. Er hann sagður hafa vonast til þess að fá um hundrað milljónir króna út úr tryggingunum þar sem fjarlægja þurfti báða fótleggi hans fyrir neðan hné.
Tryggingafélagið sem sá um mál hans neitaði að greiða trygginguna út, ekki síst í ljósi þess að framburður Changs var talinn ótrúverðugur. Veðurfar er yfirleitt hagstætt í Taívan þar sem sumrin eru löng og hlý en veturnir stuttir og mildir – þó vissulega geti snjóað í fjöll og í norðurhluta landsins.
Vinirnir, Chang og Liao, hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga von á refsingu verði þeir fundnir sekir.