fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Amma dæmd til að greiða 5 milljónir – Fylgdist ekki nægilega vel með barnabarninu

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar afi og amma passa barnabörnin þá bera þau ábyrgð á þeim og að þau geri ekki eitthvað sem veldur öðrum tjóni. Þetta er niðurstaðan í ansi óvenjulegu dómsmáli.

Dönsk amma var nýlega dæmd til að greiða sem svarar til 5 milljóna íslenskra króna fyrri að hafa ekki fylgst nægilega vel með barnabarni sínu. Þetta kemur fram í fréttabréfi Faglige Seniorer.

Amman tók fjögurra ára barnabarn sitt, stúlku, með til að horfa á keppni í Ironman. Stúlkan hljóp þá í veg fyrir einn keppandann, sem kom hjólandi, sem datt af hjólinu og viðbeinsbrotnaði og fékk gat á lunga. Hann gat ekki sótt vinnu í töluverðan tíma á eftir.

Eystri Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að því fylgi víðtæk ábyrgð að líta eftir litlu barni. Vitni sögðu að stúlkan hefði hlaupið ein yfir veginn nokkrum sinnum áður en slysið átti sér stað. Eitt vitni sagði að engin hafi haldið í stúlkuna þegar slysið átti sér stað.

Þetta gerðist þegar keppt var í Ironman í Kaupmannahöfn sumarið 2017 en það var fyrst nýlega sem dómur féll í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?