fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú einn af þeim sem finnst best að slaka á upp í sófa og hámhorfa á nýjustu seríuna á Netflix um raðmorðingja eða hlusta á hlaðvarp um sönn sakamál? Ef svarið er já þá gætir þú þurft á áfallahjálp að halda að mati sálfræðingsins Thelma Tenni, sem sérhæfir sig í fjölskyldu-, hjónabands- og kynlífsmeðferð. Að hennar mati er það alls ekki hollt að „róast“ yfir ofbeldi.

„Ef aðferð þín til að slaka á áður en þú ferð að sofa er að horfa á þrjá þætti af Law and Order sem dæmi þá myndi ég hvetja þig til að hugsa: „Af hverju er áfall (e. trauma) svona róandi fyrir mig?“ segir hún í myndbandi sem fengið hefur yfir 150 þúsund áhorf.

Tenni segir að fólk sem nýtur þess að slaka á fyrir framan myndir af glæpum, skaða og árásum geri það vegna þess að það er „kunnuglegt“. „Sum okkar ólust upp við mikla streitu, þannig að þeim finnst leiðinlegt þegar það ríkir friður og ró,“ segir hún.

Hún hvetur fólk til að láta sér líka við þau leiðindi. „Núna gæti verið góður tími til að endurforrita taugakerfið. Friður kann að virðast ókunnugur og leiðinlegur en þú ert þess virði,“ segir hún. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dr. Thema (@dr.thema)

Eins og áður sagði hafa margir horft á myndband Tenni og margir hafa tjáð sig um skoðun hennar. Kona ein þakkaði Tenni fyrir góðar útskýringar og sagðist tengja vel við það sem hún hafði að segja.

„Þegar ég byrjaði bataferli mitt frá áföllum urðu þessir þættir sem ég var heltekin af að horfa á (hafði horft á þá í meira en 20 ár frá barnæsku og þekkti öll sönnu sakamálin) ekki aðeins minna aðlaðandi heldur truflandi fyrir mig. Hvað mig snerti þá var ég örugglega að tengja við ofbeldið,“ sagði önnur kona.

„Ég get ekki sofnað á kvöldin nema yfir einhverjum þætti. Ég ólst upp á mjög ofbeldisfullu heimili. Barsmíðar koma mér til að gráta. Hvernig endurforrita ég þessa óheilbrigðu þjáningu?“ spyr ein kona.

„Persónulega finnst mér ég séð með áföllum. Mér líður minna brotinni og skrýtinni. Mér finnst auðveldara að horfa á áföll í list/skemmtun á þann máta sem er minna persónulegur eða tilfinningaríkur og hugsa um hvernig það á við um líf mitt en ég get þegar ég upplifi það.“

„Maðurinn minn horfir á þessa þætti til að slaka á,“ sagði ein kona hneyksluð.

Sumir héldu því fram að áhorfið á sakamál hefði ekkert með áföll að gera, heldur meira að gera með lausn mála og sigur réttlætis.

„Ég er vön því að leggjast yfir glæpaþætti og það er ekki vegna einhvers áfalls. Ég trúi því að það sé frekar vegna réttlætis,“ segir kona nokkur.

„Staðreyndin var sú þegar ég horfði sem mest á glæpaþætti að áföll voru nær alls staðar í starfi mínu, en ég sá sjaldan réttlæti. Þannig að horfa á Special Victims Unit var leið fyrir heilann til að sjá einhvers konar réttlæti í þeim málum þar sem réttlætis er mest þörf.“

„Mér líkar vel við glæpaþætti af því réttlætið sigrar, í lokin er ofbeldismaðurinn handtekinn og þarf að svara fyrir gerðir sínar.“

Sumir áhorfenda sögðust hafa lært að hafa samúð með ofbeldismönnum, sem „vanalega eru að kljálst við eigin erfiðleika.“

Og svo voru þeir sem fannst þetta allt algert rugl.

„Þetta er nú meira ruglið, þetta eru sjónvarpsþættir, við þurfum að hætta að lesa í allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni