Lögreglumenn voru sendir á vettvang til að kanna málið og gátu staðfest að töskurnar voru fullar af hvítu efni sem reyndist vera kókaín.
Enn fleiri töskur fundust þegar leitað var frekar á ströndinni. Fleiri töskur og pakka með fíkniefnum rak á land í gær og sagði lögreglan að hún væri búin að leggja hald á 840 kíló af kókaíni á ströndinni.
Lögreglan tók allar töskurnar og fíkniefnin í sína vörslu. Nú er verið að rannsaka hvaðan töskurnar komu.
Lögreglan hvetur fólk til að hafa strax samband ef það finnur fleiri töskur og brýnir fyrir fólki að taka þær ekki með heim.