fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Fasteignasali var að undirbúa opið hús þegar hann gerði skelfileg mistök

Pressan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasala í Ástralíu hefur verið dæmd til að greiða sem nemur 75 milljónum króna vegna eldsvoða sem varð í húsi í einu dýrasta hverfi Sydney árið 2019.

Þannig er mál með vexti að fasteignasali á umræddri fasteignasölu, Julie Bundock, var að undirbúa opið hús þegar hún kveikti óvart í húsinu.

Julie tók eftir því að eigendur hússins höfðu gleymt því að ganga frá rúmfötum sem þau höfðu hengt upp til þerris. Tók hún rúmfötin og skellti þeim í hillu í herbergi á neðri hæðinni, beint fyrir neðan ljós sem hún síðan kveikti á.

Um tuttugu mínútum síðar var mikill eldur kominn upp í húsinu og leiddi rannsókn lögreglu í ljós að eldsupptökin höfðu verið í umræddum rúmfötum sem voru nánast í beinni snertingu við sjóðheita ljósaperuna.

Það er skemmst frá því að segja að húsið, sem metið var á 270 milljónir króna, gjöreyðilagðist í eldsvoðanum. Eigandi hússins, Peter Alan Bush, stefndi fasteignasölunni vegna málsins sem og fjórir leigjendur sem misstu innbú sitt í eldsvoðanum.

Fyrir dómi sagði Peter að Julie hefði hringt í hann skömmu eftir að eldurinn kom upp og sagt: „Guð minn góður, Pete. Ég held ég hafi kveikt í húsinu þínu.“

Dómari sagði að Julie hefði átt að vita betur þegar hún setti rúmfötin beint undir ljósið og mat það sem svo að hún – eða fasteignasalan sem hún starfaði fyrir – bæri að hluta til ábyrgð á því hvernig fór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm