Sky News hefur eftir mótshöldurunum að þeir vonist til að þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar og tilheyrandi sóttvarnaaðgerðir eru nú að baki þá geti keppnisfólkið stundað ástarleiki ef því sýnist svo.
Um 9.000 íþróttamenn munu búa í Ólympíuþorpinu. Rúmin í því eru hönnuð til að bera 250 kg, svo það ætti að vera svigrúm fyrir fleiri en einn til að koma sér fyrir í þeim. 300.000 smokkar fyrir 9.000 keppendur þýða að hver keppandi getur fengið tæplega tvo smokka á dag á meðan leikarnir standa yfir.
Vel verður séð um keppendurna og munu þeir fá góðan og næringarríkan mat en kampavín verður ekki á boðstólum en keppendurnir geta auðvitað fengið sér kampavín utan Ólympíuþorpsins. Boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð þar sem keppendur geta valið sér mat af 350 metra löngu borði.
Ólympíuþorpið er dýrasta einstaka framkvæmdin vegna leikanna en kostnaðurinn við það er tveir milljarðar evra. Það er á stærð við 70 fótboltavelli og stendur beggja megin við Signu en brú tengir það saman.