fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

„Þetta er undarlegt“ – Sérfræðingum er brugðið

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 15:30

Death Valley þjóðgarðurinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum sex mánuðum myndaðist vatn í Badwater Basin í Death Valley þjóðgarðinum í Kaliforníu. Það hefur komið sérfræðingum mjög á óvart að vatnið skuli hafa enst svo lengi á þessum stað og sumir telja að það eigi eftir að vera til staðar um töluverða hríð til viðbótar.

Live Science skýrir frá þessu og segir að þjóðgarðsverðir klóri sér í höfðinu yfir vatninu og furði sig á hvernig standi á því að það hafi verið til staðar í rúmt hálft ár. Ekki er vitað til þess að vatn hafi áður verið til staðar á þessu svæði svona lengi.

Nýlega gerðist sá óvenjulegi atburður að það rigndi á svæðinu og það mun væntanlega hafa þau áhrif að líftími vatnsins lengist enn frekar, eða um nokkra mánuði til viðbótar.

Dældin, sem vatnið er í, er 86 metra undir sjávarmáli og er lægsti punkturinn í Norður-Ameríku. Þar er venjulega þurr og rykug eyðimörk. Yfirleitt er dældin þakin kristölluðu salti og öðru hvoru myndast pollar með eitruðu vatni sem kemur upp frá uppsprettum neðanjarðar. En þegar það rignir mikið myndast stöðuvatn í botni dældarinnar.

Venjulega „lifa“ þessi stöðuvötn aðeins í nokkrar vikur vegna hins mikla hita í Death Valley en hann gerir að verkum að vatn gufar hraðar upp en nýtt vatn rennur í stöðuvatnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana