fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fundu fjöldagröf með 1.000 beinagrindum í Þýskalandi – Gæti verið sú stærsta í Evrópu

Pressan
Laugardaginn 16. mars 2024 19:30

Frá uppgreftrinum. Mynd:In Terra Veritas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fornleifafræðinga fann nýlega fjölda fjöldagrafa í suðurhluta Þýskalands. Þar hafa nú um 1.000 beinagrindur fundist og er uppgreftrinum ekki lokið. Fornleifafræðingarnir telja að allt að 1.500 beinagrindur geti verið í gröfunum.

CNN segir að svæðið, sem grafið er á, sé í miðborg Nürnberg en þar á að byggja íbúðarhúsnæði og af þeim sökum var fornleifauppgröfturinn settur í gang.

Melani Langbein, hjá menningararfsdeild borgarinnar, sagði í samtali við CNN að átta fjöldagrafir hafi fundist og séu mörg hundruð beinagrindur í þeim.

Í sögulegu samhengi er óvenjulegt að svo margt fólk hafi verið grafið samtímis og að engin kirkjuleg athöfn hafi farið fram í tengslum við jarðsetninguna.

Langbein sagði að líklega sé ástæðan fyrir þessu að faraldur hafi gengið yfir. Grafa hafi þurft mjög marga á mjög skömmum tíma og víkja hafi þurft frá kristnum útfararsiðum.

Pestarfaraldrar gengu yfir Nürnberg á um tíu ára fresti frá því á fimmtándu öld og í nokkrar aldir eftir það.

Julian Decker, sem stýrir uppgreftrinum, sagði í samtali við CNN að hann telji ekki útilokað að það séu 2.000 eða fleiri beinagrindur í gröfinni og að þetta sé líklega stærsta fjöldagröfin af þessu tagi í Evrópu.

Fyrstu rannsóknir benda til að fólkið hafi verið jarðsett á tímabilinu frá því í lok fimmtándu aldar og þar til í byrjun þeirrar sautjándu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni