fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Deilir fjórum algengum fyrirbærum sem eiga sér stað þegar fólk kveður þetta líf

Pressan
Laugardaginn 16. mars 2024 18:52

Mynd/Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingurinn Julie McFadden starfar á líknardeild á spítala í Los Angeles þar sem hún veitir lífslokameðferð. Sökum starfa sinna hefur hún ítrekað verið viðstödd þegar sjúklingar segja skilið við þetta líf.

Hún segir að þó hvert tilfelli sé einstakt þá séu fjögur atriði sem gjarnan eigi sér stað þegar sjúklingur kveður. Þetta gerist það oft að hún og samstarfsmenn hennar sjá ástæðu til að vara fjölskyldur við þegar þau standa með ástvin á banalegunni.

1. Sýnir

Fólk á til að sjá sýnir á banalegunni. Jafnvel nokkrum vikum áður en það segir skilið við þennan heim. Þessar sýnir eru sannfærandi og má gjarnan heyra fólk á banalegunni eiga samræður við einhvern sem bara það sér.

Hún segist gjarnan frá skammir frá fjölskyldum þegar hún varar við þessu, þar sem þau halda að hún sé að reyna að sannfæra þau um líf eftir dauðann.

2. Orkuskot

Julie segir að í 30 prósent tilvika fái fólk skyndilegt orkuskot rétt áður en það deyr. Þetta geti varað í nokkra daga. Jafnvel sjúklingur sem er mikið veikur getur skyndilega virkað eins og hann sé að verða betri. Enginn viti hvers vegna þetta gerist, en Julie segist gjarnan vara fjölskyldur við þessu.

3. Dauðagrip

Stundum þegar fólk lætur lífið virðist það sjá einhvern sem enginn annar sér og réttir hendurnar fram eins og það ætli að grípa í þessa ósýnilegu manneskju eða faðma hana.

4. Stara

„Þetta er ekki bara að þegar augun eru opin, því augu fólks eru opin þegar þau deyja. Þetta er þegar einhver er enn með einhverja rænu og bara starir í hornið eða á einhvern annan stað í herberginu. Stundum brosa þau á meðan. Stundum eru þau að tala við einhvern á meðan, en virðast ekki ná að sleppa undan störunni.“

Julie segir að þetta sé allt fullkomlega eðlilegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana