fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Birti óafvitandi mynd af meinta raðmorðingjanum og hæddist að honum löngu fyrir handtökuna

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúleg tilviljun á miðlinum Instagram vakti athygli á meinta raðmorðingjanum Rex Heuermann, níu árum, áður en hann var handtekinn. Um var að ræða mynd sem notandi miðilsins hafði tekið um borð í lest.

Myndinni var deilt árið 2015 og virtist í fyrstu um saklausa mynd af karlmanni í lest á Long Island. Myndinni var deilt með háði ásamt textanum: „Ég eftir 10 ár ef ég held áfram að vinna í apóteki og borða djúpsteiktan mat á hverjum degi.“

Nú hefur myndin verið grafin upp og netverjar sannfærðir að þarna sé Rex Heuermann á ferðinni. Þar sést hann með spjaldtölvu að lesa, algjörlega óafvitandi að árum síðar yrði hann grunaður um raðmorð.

Einstaklingurinn sem deildi myndinni birti hana nýlega á Reddit þar sem hann skrifaði: „Fyrir níu árum birti ég heimskulega færslu um að vera hræddur um að verða feitur og óafvitandi birti þessa mynd af Rex Heuermann.“ Eigandi myndarinnar segist ekki hafa haft hugmynd um að eiga mynd af meinta raðmorðingjanum þegar fyrstu fréttir bárust af handtökunni síðasta sumar.

Heuermann hefur nú verið ákærður fyrir morð fjögurra kvenna sem fundust látnar á árunum 2010-2011 við Gilgo ströndina i Long Island. Fram kom í greinargerð sem ákæruvaldið lagði fram fyrir dómi að nýlega hafi lögregla framkvæmd ítarlega húsleit í geymslum sem Heuermann hafi á leigu. Þar hafi lögregla lagt hald á þúsundir skjala sem verið er að yfirfara. Meðal annars hafi þar fundist kvittun sem sýndi að eiginkona Heuermann, Ása Ellerup, hafi dvalið með börnum sínum í Atlantic city þegar fjórða fórnarlambið var myrt. Þar með sé ljóst að Ása var fjarverandi þegar allar konurnar fjórar töpuðu lífi sínu og geti þar með ekki átt hlut í ódæðisverkunum.

Eins hafi lögregla lagt hald á tvö farsíma og rannsókn á þeim leitt í ljós að símana hafi Heuermann notað á árunum 2020-2023 til samskipta við vændiskonur. Hann hafi ekki gefið upp rétt nafn og meðal annars notað dulnefnin Andy eða Andrew Roberts. Símana hafi hann eins notað til að leita að grófu og ofbeldisfullu klámefni, eða ítarlegum frásögnum þolenda nauðgunar.

Heuermann hafi eins varið töluverðum tíma í að kynna sér rannsóknaraðferðir lögreglu, svo sem hvernig lögregla rekur símtæki í rannsóknum glæpa, fréttir um Gilgo-ströndina, hvernig lögregla finni gögn á símum sem hefur verið eytt og fleira. Hann hafi eins haft mikinn áhuga á Gilgo-strandar morðunum. Hann hafi leitað að upplýsingum um systur Melissu Barthalemy, sem hann er ákærður fyrir að myrða. Leitað að umfjöllum um leitina að Gilgo-strandar morðingjanum, leitað að viðtölum við systur Maureen Brainard Barnes, sem hann er ákærður fyrir að myrða, og til að kanna hvort að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fleiri hinna látnu sem fundust á Gilgo-ströndinni.

Fram kemur að í júlí 2023 hafi rannsóknarteymi lögreglu tekið skýrslu af Ásu og börnum hennar, Victoriu og Christopher. Þau hafi samþykkt að veita lífsýni. Réttarmeinarannsókn hafi leit í ljós að hár sem fannst á belti sem hafði verið notað til að binda Maureen Brainard-Barnes, sé nánast örugglega úr Ásu Ellerup.

Annað fórnarlamb, Megan Waterman, hafði verið bundin með strigalímbandi. Við rannsókn á líkamsleifum fundust tvö hár sem yfirgnæfandi líkur séu á að tilheyri Ásu.

Á þriðja fórnarlambinu, Amber Costello, fannst eins hár sem yfirgnæfandi líkur séu á að tilheyri Victoriu Heuermann.

Hár fannst einnig í strigapoka sem Waterman fannst í. Rannsókn bendi til þess að hárið sé úr Rex Heuermann.

Kemur fram í greinargerðinni að ef Heuermann verður fundinn sekur um morðin þá eigi hann yfir höfði sér fjórfaldan lífstíðardóm án nokkurs möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið