En þar sem Ryanair er risastórt flugfélag þá eru „smávægilegar breytingar“ ekki smávægilegar þegar kemur að fjölda flugferða þótt þær séu ekki margar hlutfallslega séð. Aflýsingarnar munu verða til þess að félagið mun flytja 198 til 200 milljónir farþega á rekstrarárinu en hafði reiknað með að flytja 205 milljónir.
Ástæðan fyrir því að félagið fær ekki allar 57 vélarnar afhentar er óhappið í byrjun janúar þegar stórt gat kom á Boeing MAX 9 vél frá Alaska Airlines þegar hún var á flugi. Það óhapp vakti áhyggjur um gæðaeftirlit Boeing og í kjölfarið var dregið úr framleiðsluhraðanum í verksmiðjum félagsins.
Sumaráætlun félagsins var miðuð við að félagið fengi 50 vélar afhentar.
Til að mæta þessu mun félagið skera niður tíðni flugferða á ákveðnum flugleiðum í stað þess að hætta flugi alfarið á einhverjum flugleiðum.