Gervigreind, sem getur búið til margvíslegt efni, hefur vaxið hratt að undanförnu og með þessari tækni er hægt að búa til texta, myndir og myndbönd. Þetta hefur ýtt undir hræðslu við að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar víða í heiminum.
Kosið verður til Evrópuþingsins frá 6. til 9. júní. Kosið verður um 720 sæti á þinginu en það kemur að lagasetningu ESB en þingið er ásamt ráðherraráði ESB löggjafarvaldið í ESB.
Marco Pancini, forstjóri Meta í Evrópu, sagði í bloggfærslu að þar sem kosningarnar nálgist, þá setji Meta sérstaka kosningamiðstöð á laggirnar til að greina hugsanlegar hættur og draga úr þeim í rauntíma.
Hann sagði að sérfræðingar rannsókna, gagnarannsókna, verkfræði, rannsókna, innihaldspólitíkur og lögfræði hafi verið sérvaldir til að einblína á hvernig hægt er að berjast gegn dreifingu rangra upplýsinga og hættunni sem tengist misnotkun gervigreindar. Ekki kemur fram hvernig á að bera kennsl á hættuna og berjast gegn henni.