Sífreri er svæði sem hefur verið frosið í tvö ár hið minnsta. Á Svalbarða myndar hann þétt lok á milljónir rúmkílómetra af metani en það er ekki ávísun á að svo verði að eilífu að því er segir í rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Frontiers in Earth Science.
Thomas Birchall, aðalhöfundur rannsóknarinnar og jarðfræðingur við háskólasetrið á Svalbarða, sagði í tilkynningu að eins og staðan sé núna, sleppi lítið magn af metani upp í gegnum sífrerann en þættir á borð við bráðnun jökla og sífrera þá „opnist lokið“ hugsanlega í framtíðinni.
Ef sífreralokið bráðnar þá getur keðjuverkun hafist þar sem metanið losnar út í andrúmsloftið, veldur enn meiri hlýnun þess sem aftur leiðir til þess að meiri sífreri bráðnar og meira metan streymir út í andrúmsloftið. Þessi hringrás myndi síðan halda áfram að sögn vísindamannanna sem gerðu rannsóknina. Live Science skýrir frá þessu.