fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Vita hugsanlega af hverju fílar fengu rana

Pressan
Mánudaginn 1. janúar 2024 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fílar eru með glæsilega rana sem eru sterkir, sveigjanlegir og notadrjúgir. Vísindamenn hafa ekki vitað fram að þessu af hverju fílar þróuðu rana með sér en telja þeir sig hugsanlega hafa fundið út úr því af hverju þetta stærsta landdýrið á jörðinni fékk rana.

Rani fíls er sannkallað meistaraverk í þróunarsögunni. Raninn getur orðið rúmlega tveir metrar á lengd og er með rúmlega 40.000 vöðva og taugaenda. Þeir geta lyft allt að 270 kílóum en geta einnig auðveldlega tekið upp eina staka hnetu.

Þróun ranans hefur lengi verið ráðgáta fyrir vísindamenn en í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í „eLife“ kemur fram að hugsanlega hafi loftslagsbreytingar valdið því að ranar mynduðust á fílum.

Vísindamennirnir báru saman þrjár stórar fjölskyldur spendýra, sem líkjast fílum, í norðurhluta Kína. Þessar tegundir voru uppi fyrir 10 til 20 milljónum ára. Þeir rannsökuðu mismunandi líkamsbyggingu þessara tegunda vegna mismunandi fæðuöflunar þeirra og vistkerfanna sem þau lifðu í. Þessar þrjár tegundir eru forfeður fíla nútímans.

Chunxiao Li, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að þessar fornu tegundir hafi verið sérstaklega áhugaverðar vegna þess að útlit þeirra hafi verið þannig að það gæti hafa haft áhrif á hvernig rani fíla þróaðist. Vitað sé að á þeim tíma, sem þessar tegundir lifðu á, hafi loftslagið breyst úr heitu og röku loftslagi í þurrara og kaldara þar sem meira hafi orðið um sléttur. Það hafi leitt til þess að dýrin þróuðu með sér rana til að geta rifið gras upp á sléttunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru