Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og vekja þær vonir um að sjónaukinn geti fundið samfélög á plánetum utan sólkerfisins okkar.
Live Science skýrir frá þessu og segir að frá því að sjónaukanum var skotið á loft 2021 hafi hann aðallega verið notaður til að rannsaka fjarlægustu hluta alheimsins til að leita að vísbendingum um hvernig alheimurinn varð til.
En það er einnig hægt að nota sjónaukann til að rannsaka lofthjúp fjarpláneta, leita að ummerkjum um gastegundir sem myndast af völdum lífvera sem og merki um að vitsmunaverur séu til á öðrum plánetum.
Þrátt fyrir að þetta sé fullkomnasti sjónauki sögunnar þá er enn óljóst hversu vel hann getur greint ummerki um vitsmunalíf. Af þeim sökum var rannsakað hvort hann gæti greint ummerki um vitsmunalíf á jörðinni en það er eina plánetan sem við vitum um þar sem er líf.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru að sjónaukinn myndi líklega greina helstu ummerkin um vitsmunalíf og annað líf í lofthjúp jarðarinnar. Getur sjónaukinn hugsanlega greint ummerki um líf í allt að 50 ljósára fjarlægð frá jörðinni.