Það liðu fjórar klukkustundir frá því að veiðimennirnir sáu krókódílinn þar til þeim tókst að koma honum upp í bátinn. Á meðan á baráttunni stóð stökk hann um 1,2 metra upp úr vatninu. Þegar það tókst loks að koma honum upp í bátinn var hann drepinn og farið með hann í land þar sem hann var mældur og vigtaður. Eins og fyrr segir þá reyndist hann vera 4 metrar að lengd og 417 kg.
Þyngsti krókódíll, sem veiðst hefur í Flórída, var 473 kg en hann veiddist 1989.
Live Science segir að talið sé að 1,3 milljónir krókódíla séu í Flórída.
Árlega eru gefin út 7.000 veiðileyfi og má hver veiðileyfishafi drepa tvo krókódíla. Á síðasta ári voru 7.804 krókódílar drepnir af handhöfum veiðileyfa.