Mirror skýrir frá þessu og segir að heilbrigðisyfirvöld í Arkansas hafi staðfest að Michael hafi smitast af heilaétandi amöbu, naegleria fowleri, og andlát hans sé fimmta staðfesta andlátið af völdum amöbu í Bandaríkjunum á þessu ári.
Michael lést á Arkansas Children‘s Hospital í Little Rock. Í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum segir að hann hafi líklega smitast þegar hann var að leik í buslugarði í Country Club of Little Rock. Sýni voru tekin úr buslugarðinum og fannst naegleria fowleri í einu þeirra.
Naegleria fowleri verður fólki venjulega að bana ef hún kemst inn í það að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC. Hún lifir í jarðvegi og heitu ferskvatni á borð við vötn, ár og hveri.
Eina leið amöbunnar inn í líkamann er í gegnum nefið, engin hætta er á að smitast af henni í gegnum drykkjarvatn. Fyrstu einkenni smits eru mikill höfuðverkur, hiti, ógleði og uppköst. Því næst missir fólk meðvitund, sér ofsjónir, hnakkinn stífnar og það fær flog.