Ekstra Bladet skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram fyrir dómi í Nykøbing Falster þar sem lögreglan gerði kröfu um að konan skyldi sæta varðhaldi í þrjá sólarhringa. Unga konan var ekki viðstödd því hún liggur á viðeigandi stofnun.
Konan gæti átt allt að fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek um morð á síðari stigum.
Samkvæmt því sem kom fram fyrir dómi þá átti þessi hörmungaratburður sér stað í húsi í Næstved. Ekki kom fram hvort um dreng eða stúlku var að ræða.
Dómari féllst á kröfu lögreglunnar þar sem niðurstaða krufningar liggi ekki fyrir og einnig þurfi DNA-rannsókn að fara fram til að skera úr um hvort konan og barnið séu skyld.