fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

„Skoðunarferðir eru ekki eitthvað sem konur hafa þörf fyrir“

Pressan
Sunnudaginn 17. september 2023 07:30

Frá Band-e-Amir þjóðgarðinum. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar hafa bannað konum að heimsækja Band-e-Amir þjóðgarðinn í Bamiyan héraðinu. Munu öryggissveitir sjá um að framfylgja banninu.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Mohammad Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála, hafi tekið þessa ákvörðun í kjölfar heimsóknar hans í þjóðgarðinum.  Hann sagði að konur, sem voru í þjóðgarðinum, hafi ekki klæðst hijab á réttan hátt og því verði þeim meinaður aðgangur að honum í framtíðinni.

Hann tilkynnti embættismönnum og trúarleiðtogum um þetta og sagði: „Skoðunarferðir eru ekki eitthvað sem konur hafa þörf fyrir.“

Þetta er enn ein frelsisskerðingin sem konur verða fyrir af hálfu Talibana síðan þeir komust aftur til valda í ágúst 2021, 20 árum eftir að Bandaríkjamenn hröktu þá frá völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu