Það sem lendir í flugvélaklósettum endar í sérstöku, innsigluðu rými aftast í flugvélum.
Eftir því sem Garrett Ray, flugmaður og áhrifavaldur á TikTok, segir þá er stundum sturtað allt að 1.000 sinnum niður úr klósettum í Boeing 747 í langflugi.
Hann segir einnig að á slíku langflugi safnist allt að 1.200 lítrar af „úrgangi“ í „úrgangsrýmið“.
Þegar vélarnar lenda er úrganginum dælt úr þeim með sérstökum búnaði og sjá flugvallarstarfsmenn um þetta.
Örsjaldan gerist það að mannlegur „úrgangur“ veldur því að lenda verður í skyndingu. Það gerðist þegar fyrirbæri, sem nefnist „blár ís“, á sér stað. Þá lekur frosinn úrgangur úr vélinni og hrapar þá auðvitað til jarðar þar sem hætta er á að hann lendi á fólki.
Þetta gerist mjög sjaldan en það er væntanlega lítil huggun fyrir breskan mann sem fékk væna gusu af bláu skólpi yfir sig þegar hann var úti í garðinum sínum í Windsor á Englandi.