Hann var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í innherjaviðskiptum með tölvuþrjótum og ólöglega fjármagnsflutninga upp á 93 milljónir dollara.
M-13 er með höfuðstöðvar í Moskvu og hefur unnið fyrir rússnesku ríkisstjórnina.
Það var dómari í Boston sem kvað upp dóminn yfir Klyushin en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að hann væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir.
Málið snýst um að frá 2018 til 2020 náðu tölvuþrjótar að hlaða niður fjárhagslegu uppgjöri mörg hundruð stórfyrirtækja, þar á meðal Tesla og Microsoft. Á grunni þessara upplýsinga gátu Klyushin og fleiri átt viðskipti með hlutabréf og hagnast því þeir bjuggu yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki aðgang að.
Með þessu móti högnuðust þeir um milljónir dollara að sögn Seth Kosto, saksóknara.