CNN skýrir frá þessu og segir að þetta sé næststærsti demanturinn sem fundist hefur í þjóðgarðinum á þessu ári. Sá stærsti er 3,29 karöt en hann fannst í mars.
Aspen var í þjóðgarðinum með föður sínum og ömmu til að halda upp á afmælið sitt. Hún tók stein upp, sem var á stærð við græna baun, sem lá við hlið göngustígs.
Þjóðgarðsverðir staðfestu síðan að það sem hún tók upp var demantur.
Einn eða tveir gestir þjóðgarðsins finna demanta þar daglega. Frá því að fyrsti demanturinn fannst á svæðinu hafa rúmlega 75.000 til viðbótar fundist þar.