fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Pressan

Milljónir sáu mynd eðlisfræðingsins af fjarlægri stjörnu – En ekki var allt sem sýndist

Pressan
Sunnudaginn 10. september 2023 20:00

Þessi mynd blekkti fólk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski eðlisfræðingurinn Étienne Klein starfar hjá frönsku orkustofnuninni. Hann er þekktur fyrir störf sín og nýtur mikillar virðingar.

Hann birtir oft myndir á samfélagsmiðlum af geimnum og því kom það í sjálfu sér ekki á óvart þegar hann birti nýlega mynd af því sem hann sagði vera þá stjörnu sem er næst sólinni okkar.

Hann sagði að myndin hefði verið tekin með James Webb geimsjónaukanum en myndir frá honum hafa vakið mikla athygli síðustu vikur. Mynd Klein var engin undantekning þar á.

„Þessi nákvæmni. Nýr heimur uppgötvast dag hvern,“ skrifaði hann í færslu með myndinni og á skömmum tíma og mörg þúsund manns „lækuðu“ við myndina af stjörnunni sem er næst sólinni. Eða það var það sem fólk taldi sig sjá á myndinni.

 

En svo var ekki því nokkrum dögum síðar skýrði Klein frá því að myndin væri alls ekki af stjörnu og þaðan af síður að hún hafi verið tekin af James Webb geimsjónaukanum.

Þetta var einfaldlega mynd af spænskri chorizo pylsu sem hann tók sjálfur.

Í annarri færslu á samfélagsmiðlum baðst hann afsökunar á að hafa blekkt fólk. Le Point segir að markmið Klein með þessu hafi verið að vekja athygli fólks á að ekki sé allt satt og rétt sem það sér á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heil fjölskylda myrt

Heil fjölskylda myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur fundur í kjallara húss í Póllandi

Óhugnanlegur fundur í kjallara húss í Póllandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar fjöldamorðinginn játaði óvart á sig sök – Harmleikurinn sem skók Ástralíu

Augnablikið þegar fjöldamorðinginn játaði óvart á sig sök – Harmleikurinn sem skók Ástralíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi