Hann birtir oft myndir á samfélagsmiðlum af geimnum og því kom það í sjálfu sér ekki á óvart þegar hann birti nýlega mynd af því sem hann sagði vera þá stjörnu sem er næst sólinni okkar.
Hann sagði að myndin hefði verið tekin með James Webb geimsjónaukanum en myndir frá honum hafa vakið mikla athygli síðustu vikur. Mynd Klein var engin undantekning þar á.
„Þessi nákvæmni. Nýr heimur uppgötvast dag hvern,“ skrifaði hann í færslu með myndinni og á skömmum tíma og mörg þúsund manns „lækuðu“ við myndina af stjörnunni sem er næst sólinni. Eða það var það sem fólk taldi sig sjá á myndinni.
Photo de Proxima du Centaure, l’étoile la plus proche du Soleil, située à 4,2 année-lumière de nous.
Elle a été prise par le JWST.
Ce niveau de détails… Un nouveau monde se dévoile jour après jour. pic.twitter.com/88UBbHDQ7Z— Etienne KLEIN (@EtienneKlein) July 31, 2022
En svo var ekki því nokkrum dögum síðar skýrði Klein frá því að myndin væri alls ekki af stjörnu og þaðan af síður að hún hafi verið tekin af James Webb geimsjónaukanum.
Þetta var einfaldlega mynd af spænskri chorizo pylsu sem hann tók sjálfur.
Í annarri færslu á samfélagsmiðlum baðst hann afsökunar á að hafa blekkt fólk. Le Point segir að markmið Klein með þessu hafi verið að vekja athygli fólks á að ekki sé allt satt og rétt sem það sér á samfélagsmiðlum.