fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Pressan

Barnaníðshringurinn sem var ekki til – „Við vorum heilaþvegin“

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 19:00

Frá Mineola. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mineola er fimm þúsund manna smábær í Texas sem sjaldan kemst í landsfréttirnar. Á því varð þó breyting á árunum upp úr 2000 þegar rannsókn hófst þar á óhugnanlegu barnaníðsmáli.

Svo virtist sem fjögur börn á aldrinum fjögurra til átta ára hefðu verið misnotuð í tengslum við alræmdan swinger-klúbb í bænum. Sögðust börnin hafa verið misnotuð af foreldrum sínum, öfum og ömmum og vinum þeirra. Höfðu þau verið neydd til að horfa á klámmyndir og snerta hvert annað óviðurkvæmilega. Gerendurnir tengdust allir swinger-klúbbnum og stunduðu hann.

Sú sem komst á snoðir um ódæðin var Margie Cantrell, fósturmóðir barnanna fjögurra. Swinger-klúbburinn hafði þá lagt upp laupana en Margie var að skoða húsnæðið með það í huga að kaupa það og leggja undir vaxandi fósturstarfsemi sína. Þá komst hún að því að börnin virtust vita miklu meira um starfsemi klúbbsins en hún sjálf. Hryllingssögurnar streymdu upp úr þeim – eða svo virtist vera.

Samtals sjö manneskjur voru grunaðar um gróf kynferðisbrot gegn börnunum og misstu mannorðið áður en rannsókn var loksins hætt, nokkrum árum eftir að hún hófst. Engin bein sönnunargögn voru til staðar og var eingöngu byggt á framburði barnanna.

Heimildarmyndin How to Create a Sex Scandal sem nýlega var sýnd á Discovery+ leiðir í ljós að engir glæpir voru framdir og um var að ræða múgsefjun sem greip heilt bæjarfélag.

Börnin fjögur, sem núna eru fullorðin, hafa öll stigið fram í myndinni og sagt að ekkert hafi verið hæft í sögunum sem þau báru á borð á sínum tíma. Margie Cantrall hefði heilaþvegið þau og þau hefðu einfaldlega sagt það sem hún vildi heyra.

Fjallað er um heimildarmyndina á vefnum Metro

Börnin segja núna að Margie hafi rænt þau æsku sinni með heilþvotti og lygum. Eitt þeirra, Gabby, segir: „Ég laug af því ég var hrædd. Ég skildi ekkert. Mér leið betur eftir að ég tók þetta til baka. Ég var alltaf með hnút í maganum og hann losnaði um leið og ég sagði sannleikann. Sannleikurinn var sá að þetta gerðist ekki. Þetta gerðist aldrei. Við vorum heilaþvegin.“

Höfundur myndarinnar, Mike Hall, segir við Metro: „Ég hafði rannsakað mikið mál þar sem hópar af börnum höfðu spunnið upp sögur um kynferðislega misnotkun. Svo þegar ég heyrði af þessm börnum sem voru að segja frá barnaníðshring en það voru engin sönnunargögn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri að gerast aftur.“

Margie Cantrell, konan sem kom þessu öllu af stað, er sögð vera afar sannfærandi kona með mikla persónutöfra. Hún veitir viðtal í myndinni og segist enn trúa því að kynlífshringur sé starfandi í Mineola.

Annar kvikmyndagerðarmaður sem kom að verkinu, Julian Hobbs, segir: „Veruleika þessara barna var bókstaflega stolið frá þeim, minnið þeir endurforritað. Þetta er eins og eitthvað út kvikmyndinni Blade Runner.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsti viðskiptavinur Disneyland notaði miðann í 63 ár

Fyrsti viðskiptavinur Disneyland notaði miðann í 63 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tesla byggir nýja verksmiðju í Mexíkó – Kostar 2.000 milljarða

Tesla byggir nýja verksmiðju í Mexíkó – Kostar 2.000 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er sannleikurinn á bak við „pýramída“ sem fannst á Suðurskautslandinu

Þetta er sannleikurinn á bak við „pýramída“ sem fannst á Suðurskautslandinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglumaður dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir að nauðga barni

Lögreglumaður dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir að nauðga barni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég vildi þetta ekki, hann var á aldur við móður mína“

„Ég vildi þetta ekki, hann var á aldur við móður mína“