fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára bandarískur nemi Cameron Robbins er talinn hafa endað ævi sína í gini hákarls eftir að hann ákvað að stökkva í sjóinn af skemmtiferðarskipi þar sem hann var að fagna útskrift sinni úr menntaskóla.

Robbins, sem var afreksmaður í hafnabolta, var að skemmta sér á skipinu ásamt fjölmörgum samnemendum sínum. Skipið var skammt frá Bahama-eyjum þegar  félagar Robbins fóru að mana hann til að þess að stökkva frá borði.

Klukkan var að slá í miðnætti og taumlaus gleði í gangi sem eflaust varð til þess að Robbins ákvað að láta verða af því og stökk útbyrðis við mikinn fögnuð félaganna. Þeir reyndu þegar að henda til hans björgunarhring og ætluðu að draga hann aftur um borð. Þeim til mikillar undrunar synti Robbins frá hringnum og skyndilega hvarf hann sjónum.

Leit stóð yfir af Robbins í nokkra daga en hún var svo blásin af síðastliðinn föstudag.

Í umfjöllun Daily Mail er greint frá þeirri kenningu að Robbins hafi synt frá björgunarhringnum því að hann hafi orðið var við hákarl en ekki komist undan og þannig endað ævi sína með nöturlegum hætti. Á myndbandi atvikinu sést skuggi í sjónum skammt frá Robbins og telja margir að þar megi greina hákarlinn.

Svæðið þar sem Robbins stökk frá borði er alræmt fyrir fjölda hákarla sem þar halda sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum