fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Greip eiginmanninn glóðvolgan með hjákonunni og tók til örþrifaráða

Pressan
Miðvikudaginn 24. maí 2023 20:02

Skjáskot 9News - Christie er fyrir miðju og lesendur geta rétt ímyndað sér hver hin eru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í mars mánuði árið 2021 sem hin ástralska Christie Lee Kennedy sá nokkuð sem fæstar eiginkonur vilja sjá. Hún sá eiginmann sinn, David Larkin, kyssa aðra konu.

Líklega hafði Christie grunað að ekki væri allt með felldu því hún hafði notað smáforritið Find My Phone, eftir að eiginmaður hennar sagðist ætla að skjótast til að sækja börn þeirra í dagvistun. Notaði hún forritið til að elta mann sinn uppi og stóð hann þá að verki, og það úti á miðri götu.

Christie, sem var undir stýri, sá rautt og steig á bensíngjöfina og keyrði á ótrúa eiginmanninn og hjákonuna. Síðan gerði hún gott betur og steig út úr bílnum, kýldi hjákonuna í andlitið og kallaði hana druslu. Svo fór hún aftur inn í bíl sinn og keyrði burt, en hætti svo við. Hún steig aftur út úr bílnum og gekk að manni sínum til að öskra á hann. Hjákonan hafði þá látið sig hverfa og Christie rann aðeins reiðin og beið með manni sínum eftir sjúkrabíl.

Ekki varð lögreglan hrifin af þessari uppákomu og var Christie ákærð fyrir árás, en aðalmeðferð fór fram fyrir skömmu. Fyrir dómi var sýnd upptaka af árekstrinum, en Kennedy ákvað að játa á sig sakir gegn því að fá vægari dóm og sleppa við fangelsisvist. Hún endaði því á skilorði.

„Ég held að það sé rétt að álykta að þú hafir orðið fyrir töluverðu áfalli þegar þú sást það sem þú sást, þrátt fyrir að hafa grunað hvernig í málum lægi,“ sagði dómarinn.

„Þú er greinilega frábær starfsmaður og mjög góð móðir og það er synd og skömm að þú hafir framið þetta brot en ég er þeirrar skoðunar að þetta brot hafi verið einangrað tilfelli og að ólíklegt sé að þú brjótir aftur af þér með þessum hætti.“

Christie var líka svipt ökuréttindunum tímabundið og þarf að greiða, nú fyrrverandi, eiginmanni sínum skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?