fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 13:00

Longyearbyen á Svalbarða/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Svalbarði eyjaklasi í Norður-Íshafi.

Um svæðið gildir enn samnefndur samningur frá 1920 en samkvæmt honum fara Norðmenn með yfirráð yfir eyjunum. Svalbarði er þó ekki eins og hver annar hluti Noregs. Eyjaklasinn er herlaust svæði og einnig fríverslunarsvæði. Námagröftur var lengi helsti atvinnuvegurinn en mikilvægi ferðaþjónustu og rannsóknastarfsemi hefur hins vegar farið vaxandi.

Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa aðildarþjóðir hans m.a. rétt til auðlindanýtingar í eyjaklasanum. Ein af þessum þjóðum er Rússland. Rússneskt fyrirtæki grefur eftir kolum á Svalbarða og í kringum námagröftinn var byggður bær sem í dag ber nafnið Barentsburg.

Þar er þó einnig stunduð rannsóknastarfsemi en að sögn búa Rússar og Úkraínumenn í sátt og samlyndi í bænum. Samkvæmt tveggja ára gömlum tölum búa um 400 manns í þessum rússneska bæ og hafði íbúum þá farið fækkandi en á sama tíma bjuggu 2500 manns í  stærstu byggð eyjaklasans Longyearbyen sem er undir fullum yfirráðum Noregs.

Eftir að Vesturlönd hófu að beita Rússland efnahagsþvingunum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu þykir orðið ljóst að námagröfturinn ber sig vart lengur. Fyrir innrásina voru kolin frá Barentsburg einkum flutt til Bretlands. Nú hefur sá markaður lokast og of langt þykir að flytja kolin til landa í Asíu.

Rússar nýta sér að vegabréfsáritun er óþörf

Til að vega á móti tekjutapi vegna minnkandi sölu á kolum hafa Rússar ákveðið að reyna nýjar leiðir til að efla byggðina í Barentsburg. Uppi eru áætlanir um að efla ferðaþjónustu og þá einkum með beinum flugum eða skipsferðum frá Rússlandi eða ríkjum sem eru vinveitt landinu. Fyrirtækið sem rekur kolanámuna og er í eigu rússneska ríkisins hefur birt auglýsingar þar sem fólki er boðið að flytja til bæjarins. Í boði er aðgangur að leiguhúsnæði en sem dæmi má nefna að húsaleiga fyrir tveggja herbergja íbúð er andvirði rúmlega 58.000 íslenskra króna á mánuði.

Frá hafnarsvæðinu í Barentsburg

Í auglýsingunni er sérstaklega mælt með búsetu í Barentsburg fyrir skapandi fólk sem getur sinnt verkefnum sínum í fjarvinnu.

Það sem veitir Rússum möguleika til að bjóða hverjum sem er búsetu í bænum er að engra vegabréfsáritana eða dvalarleyfa er krafist á Svalbarða og er það eina landsvæði heims þar sem sú er raunin. Ríkisborgarar aðildarlanda Svalbarðasamningsins hafa sömu stöðu og norskir ríkisborgarar á eyjunum. Ríkisborgarar annarra ríkja geta búið og starfað á Svalbarða án þess að farið sé fram á að þeir sæki um vegabréfsáritun eða dvalarleyfi.

Það er þó leyfilegt að vísa fólki frá sem hefur ekki öruggt húsnæði en tilboð rússneska fyrirtækisins um leiguhúsnæði ætti að girða fyrir slíkt.

Allir íbúar og gestir á Svalbarða þurfa hins vegar að hafa meðferðis vegabréf eða annars konar skilríki til að geta sannað á sér deili.

Það sem flækir hins vegar málin er að nú sem stendur er Noregur eina landið í heiminum þar sem boðið er upp á farþegaflug til Svalbarða. Þar gilda reglur Schengen svæðisins og ríkisborgarar fjölmargra ríkja þurfa vegabréfsáritun til að komast til Noregs.

Ljóst er að þessar áætlanir Rússa eru liður í að styrkja stöðu þeirra á Svalbarða og viðhalda eins miklum styrk og mögulegt er á Norðurskautssvæðinu. Nálægð Svalbarða við Barentshaf og þar með norðurflota Rússlands skiptir þar miklu máli að sögn Norðmannsins Andreas Østhagen sem er sérfærðingur í öryggismálum norðurskautsins.

Sjá einnig: Svona er að fara út að ganga með hund á Svalbarða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?