fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Af hverju geispum við?

Pressan
Laugardaginn 20. maí 2023 20:00

Margir geispa þegar þeir eru að fara á fætur eða í háttinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að geispa er algengt meðal manna og ýmissa dýra. En af hverju geispum við? Vísindamenn vita ekki svarið við þessu með vissu en ýmsar kenningar eru á lofti um ástæðuna.

Ein þeirra er að geispi hjálpi til við að auka magn súrefnis í líkamanum og um leið minnka magn koldíoxíðs.

Þegar við öndum djúpt að okkur þegar við geispum getum við fyllt lungun með meira súrefni og það getur verið gagnlegt, sérstaklega ef við erum þreytt eða eru í umhverfi þar sem hlutfall súrefnis er lágt. Það þykir styðja þessa kenningu að við geispum oft þegar við erum þreytt eða leið.

Önnur kenning er að geispi hjálpi til við að stjórna hitanum á heila okkar. Þegar heilinn verður of heitur byrjum við að geispa til að kæla hann. Rannsóknir hafa sýnt að við geispum oft þegar við erum þreytt og að þreyta getur hækkað hitastig heilans og það þykir styðja þessa kenningu.

Þriðja kenningin er að með því að geispa sýnum við öðru fólki andlegt ástand okkar. Þegar við sjáum annað fólk geispa, getum við fundið fyrir þörf til að geispa sjálf, jafnvel þótt við séum ekki þreytt. Þetta eru einhverskonar speglunarviðbrögð þar sem við speglum það sem annað fólk gerir.

Þetta getur líka verið leið okkar til að gefa öðrum til kynna að okkur leiðist eða séum þreytt.

En hver sem ástæðan er, þá er geispi vel þekkt og algengt fyrirbrigði hjá fólki og fleiri dýrategundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“