fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Pressan

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Pressan
Miðvikudaginn 29. mars 2023 22:00

Veronica Youngblood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Veronica Youngblood, 37 ára, fundin sek um að hafa myrt dætur sínar í byrjun ágúst 2018. Hún hafði neitað sök og bar við geðveiki.

The Washington Post skýrir frá þessu. Youngblood gaf dætrum sínum, Sharon Castro 15 ára og Brooklyn Youngblood 5 ára, svefntöflur og skaut þær síðan.

Kelsey Gill, saksóknari, sagði í lokaræðu sinni að málið snúist um svo miklu meira en að glíma við andleg veikindi. Hún sagði að Youngblood hafi myrt dæturnar til að hefna sín á fyrrum eiginmanni sínum sem hafði í hyggju að flytja frá Virginíu með Brooklyn.

Youngblood keypti skammbyssu níu dögum áður en hún myrti dæturnar og gaf þeim svefntöflur áður en hún skaut Brooklyn einu skoti í höfuðið og Sharon tveimur.

Sharon tókst að hringja í neyðarnúmer áður en hún lést og tala við lögreglumenn. „Hún sagði að móðir hennar hefði komið inn í herbergið og sagt: „Ég ætla að fara með þig að hitta guð.“ Síðan hafi hún skotið hana,“ sagði lögreglumaður fyrir dómi.

Youngblood var handtekin eftir að hún hringdi í fyrrum eiginmann sinn og skildi eftir skilaboð á talhólfi hans þar sem hún úthúðaði honum og játaði morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum