fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Heil fjölskylda stökk út í opinn dauðann – Nú liggur ástæðan ljós fyrir

Pressan
Föstudaginn 24. mars 2023 05:16

Frá vettvangi fyrir ári síðan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári stukku fimm manns út frá íbúð á sjöundu hæð í húsi í Montreux í Sviss. Fólkið var allt í sömu fjölskyldunni. Allir nema einn létust. Nú hefur lögreglan skýrt frá ástæðunni fyrir þessu hörmulega hópsjálfsvígi.

Þau sem stukku út voru hjón, 8 ára dóttir þeirra, 15 ára sonur þeirra og tvíburasystir konunnar. Þau stukku öll saman út frá íbúðinni þann 24. mars á síðasta ári.

15 ára pilturinn lifði þetta af en hin létust á vettvangi. Lögreglan segir að pilturinn muni ekkert eftir þessum hörmulega degi en hann er búinn að ná sér líkamlega eftir að hafa legið lengi í dái. BBC skýrir frá þessu.

Niðurstaða rannsóknar lögreglunnar er að fjölskyldan, sem lifði mjög einangruðu lífi, var undir miklum áhrifum frá samsæriskenningum og trúarhugsunum.

Systurnar fyrirlitu stjórnvöld og höfðu alið börnin sín upp í þeirri trú að heimurinn var fjandsamlegur staður. Lífið sem biði þeirra eftir dauðann væri einfaldlega betra en líf þeirra sem lifandi. Það bætti ekki ástandið að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og innrás Rússa í Úkraínu bætti heldur ekki úr skák og styrkti fjölskylduna í trú sinni.

Leit lögreglunnar í íbúðinni leiddi einnig í ljós að sjálfsvígið var vandlega undirbúið og þau höfðu meira að segja æft sig.

Fullorðna fólkið var allt vel menntað. Faðirinn var verkfræðingur en systurnar voru læknar.

Ekkert þeirra var undir áhrifum fíkniefna eða áfengis þegar þau stukku og þau voru ekki neydd til að stökkva.

Í íbúðinni var mjög mikið af mat og lyfjum. Fjölskyldan virðist hafa beðið eftir rétta tímapunktinum til að stökkva út í dauðann. Það sem ýtti henni svo til að stökkva var að lögreglan bankaði upp á. Ástæðan var að piltinum var kennt heima og komu lögreglumenn heim til fjölskyldunnar til að minna fjölskylduföðurinn á að mæta á fund með fræðsluyfirvöldum til að ræða um heimakennslu piltsins en hann hafði ekki svarað bréfum fræðsluyfirvalda um langa hríð.

Nokkrum mínútum eftir heimsókn lögreglunnar  lágu fjórir fjölskyldumeðlimir látnir á gangstéttinni fyrir neðan og sá fimmti var stórslasaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð