fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Sakfelldur fyrir mannshvarf árið 1996 – Líkið hefur aldrei fundist

Pressan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:00

Kristin Smart og Paul Flores. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Paul Flores, 45 ára, dæmdur í 25 ára til ævilangs fangelsis fyrir að hafa myrt Kristin Smart 1996. Þau voru skólasystkin.

Lík Smart hefur aldrei fundist og hvarf hennar hefur í aldarfjórðung verið talið eitt dularfyllsta óleysta mannshvarfið í Kaliforníu.

Í október á síðasta ári var Flores fundinn sekur um að hafa myrt Smart. Það var 12 manna kviðdómur í Monterey County sem komst að þeirri niðurstöðu.

Flores var árum saman grunaður um að hafa myrt hana. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðið í apríl 2021.

Smart var 19 ára þegar hún hvarf frá California Polytechnic State University í San Luis Obispo þann 25. maí 1996.

Los Angeles Times segir að Smart hafi fundist drukkin á grasbala eftir samkvæmi. Þrír samnemendur hennar, þar á meðal Flores, buðust til að fylgja henni heim á heimavistina.

Flores bjó næst henni og því fylgdi hann henni lengst en hinir yfirgáfu þau á leiðinni. Smart sást aldrei eftir þetta.

Leitað var að líki hennar áratugum saman en án árangurs. Hún var úrskurðuð látin, lögformlega, 2002.

2019 var hlaðvarp, í tíu þáttum, um hvarf hennar sent út. Það heitir „Your Own Backyard“ og vakti athygli á málinu á nýjan leik.

Lögreglan fékk meðal annars áhuga á málinu á nýjan leik og gerði hún leit hjá föður Flores, Ruben Flores. Við uppgröft undir sólpallinum hjá honum fannst mannsblóð. Það hafði þó þynnst svo mikið að ekki var hægt að nota það til DNA-rannsókna.

Lögreglan byggði síðan upp þá kenningu að Flores hefði reynt að nauðga Smart og að sú tilraun hefði endað með morði. Faðir hans hafi síðan hjálpað honum að leyna þessu.

Feðgarnir voru báðir ákærðir en þó í sitthvoru lagi. Paul Flores var fundinn sekur eins og áður sagði en faðir hans var sýknaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið