fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – Getur orðið tifandi tímasprengja

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 07:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógareldar á norðurhveli jarðar losa venjulega 10% af þeim koltvísýringi sem losnar út í andrúmsloftið í skógareldum á heimsvísu. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þá var hlutfallið 23% árið 2021.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem kemur fram að skógareldum á norðurhveli fari fjölgandi og það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir jörðina okkar. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að rannsóknin hafi sýnt fram á að skógar á norðurhveli séu tifandi tímasprengjur og ef þær springi þá geti þær haft áhrif á hnattræna hlýnun.

„Skógar á norðurhveli geta verið tifandi tímasprengja úr koltvísýringi og sú aukning sem við höfum séð að undanförnu, vegna skógarelda, fær mig til að óttast að klukkan tifi,“ sagði Steven Davis, einn höfunda rannsóknarinnar og starfsmaður University of California, í fréttatilkynningu.

Venjulega losa skógareldar í löndum á borð við Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum um 10% af heildarlosun koltvísýrings út í andrúmsloftið árlega en 2021 var hlutfallið 23%.  Helsta ástæðan voru miklir þurrkar og hitabylgjur í Síberíu og Kanada.

Skógarnir á norðurhveli eru þeir stærstu á jörðinni og innihalda mikið af koltvísýringi. Þegar þeir brenna losnar 10-20 sinnum meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en frá öðrum vistkerfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið